Hópur líffræðinema á þriðja ári tók forskot á skólasæluna um miðjan ágúst og sótti vettvangsnámskeið í vistfræði á vegum Líf- og umhverfisvísindadeildar. Þar kynntust þau náttúrulegum búsvæðum ýmissa lífvera á landi, láði og í lofti í átta daga ferðalagi um landið. Meðfylgjandi eru myndir Kristins Ingvarssonar og Ísaks Ólafssonar frá námskeiðinu.
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.