Tólf vísindamenn og nemendur við Háskóla Íslands eru á leiðinni til Japans til náms og rannsókna og fjórir japanskir nemendur koma til náms við Háskóla Íslands fyrir tilstilli Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands. Styrkjum var úthlutað úr sjóðnum miðvikudaginn 16. maí í Hátíðasal Háskóla Íslands að viðstöddum stofnanda sjóðsins, Toshizo Watanabe.