Fimm vísindamenn við Háskóla Íslands hlutu styrki úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa á sviði jarðfræði og líffræði. Vísindastyrkirnir í ár renna til fjölbreyttra verkefna sem snerta m.a. myndunarstig sortuæxla, atferli og lífsögu hnúfubaka og breytingar á stefnu og styrkleika segulsviðs jarðar.