Tækniveitan Auðna – tæknitorg ehf., sem ætlað er að vera gátt fyrir atvinnulífið inn í vísindasamfélagið og farvegur fyrir uppfinningar og niðurstöður rannsókna út í samfélagið, var formlega sett á laggirnar í Sjávarklasanum að Grandagarði í gær að viðstöddu fjölmenni. Tækniveitan mun bæði styrkja innviði nýsköpunar og efla samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.