Reboot Hack, fyrsta hakkaþonið hér á landi sem skipulagt er af háskólanemum fyrir aðra háskólanema, fór fram í Háskóla Íslands dagana 2. og 3. febrúar. Alls tóku hátt í 70 innlendir og erlendir nemendur þátt í keppninni sem fram fór á Háskólatorgi. Þrír nemendur við Háskóla Íslands, þær Fríða Snædís Jóhannesdóttir, Kristjana Björk Barðdal og Sara Björk Másdóttir, skipulögðu keppnina en hún var hluti af alþjóðlegri mótaröð hakkaþona undir hatti Major League Hacking. Gagnvirka heimasíðan Lighting Up Reykjavík sem miðar að því að auðvelda ferðamönnum, sem hafa skamman tíma í Reykjavík, að finna áhugaverða afþreyingu sigraði í keppninni. MYNDIR/Björn Gíslason
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.