Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, um helgina 14.-16. febrúar. Þetta var í annað sinn sem keppnin var haldin en hún er hugarfóstur þriggja kvenna úr tölvunarfræði við Háskóla Íslands og jafnframt fyrsta háskólanemadrifna hakkaþonið á Íslandi. MYNDIR/Björn Gíslason
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.