Japanshátíð fór fram í Veröld - húsi Vigdísar laugardaginn 26. janúar og var hún sem fyrr opin öllum. Gestir hátíðarinnar gátu fylgst með Chie Kutsuwada teikna manga-myndir í fyrirlestrasal Veraldar og kynnt sér sushigerð, japanska bardagalist (Aikido og Jiu-jitsu), skrautskrift, origami, hefðbundna japanska búning og allt um ferðalög til Japans. Enn fremur fór fram cosplay-búningakeppni á hátíðinni sem nemendur og kennarar í japönsku við Háskóla Íslands standa fyrir í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi.
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.