Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru afhent í sjötta sinn á fundi um jafnréttismál í Hátíðasal Háskóla Íslands 27. nóvember. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Landsvirkjun og tóku Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, og Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði, við viðurkenningunni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Háskóli Íslands er einn aðstandenda verðlaunanna en að þeim koma einnig atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og UN Women á Íslandi. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.