Hornsteinn var lagður að Húsi íslenskunnar síðdegis síðasta vetrardag 2021. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein í vegg þess sem verða mun bókasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.