Sextíu og þrír doktorar tóku við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á árlegri Hátíð brautskráðra doktora í Hátíðasal skólans. Doktorarnir eiga það sameiginlegt að hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2017 til 1. desember 2018 og er þetta í áttunda sinn sem Háskólinn heiðrar doktora frá skólanum með þessum hætti. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.