Háskóli Íslands brautskráiði rúmlega 2000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi laugardaginn 22. júní, í Laugardalshöll. Líkt og undanfarin ár voru brautskráningarathafnirnar tvær. Kandídatar í grunnnámi, þ.e. BA-, B.Ed.- og BS-námi, tóku við útskriftarskírteinum sínum á fyrr athöfn dagsins en nemendur sem voru að ljúka framhaldsnámi til prófgráðu, þ.e. meistara- og kandídatsnámi, á þeirri síðari. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.