Ársfundur Háskóla Íslands 2020 fór fram í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskólans þann 10. júní og var m.a. helgaður nýsköpun í kennslu. Ávörp fluttu Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson háskólarektor og Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar. Fundarstjóri verður Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda. Við þetta tilefni var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing um húsnæðismál Menntavísindasviðs og árleg verðlaun Háskóla Íslands, Frumkvæði og forysta afhent. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.