Alþjóðadagar Háskóla Íslands stóðu yfir dagana 4.-6. nóvember en þar var boðið upp á spennandi fyrirlestra, kynningar á möguleikum á námi erlendis, barsvar, tónlist og margt fleira. Hápunktur Alþjóðadaga var svokallað Alþjóðatorg þar sem saman komu fyrrverandi og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum og svöruðu spurningum gesta og gangandi. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.