Skip to main content
30. júní 2024

Yfir 30 nýstúdentar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands 

Yfir 30 nýstúdentar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þrjátíu og einn nemandi úr framhaldsskólum víða um land tók við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við útskriftir úr skólunum í vor. Verðlaunin voru nú veitt í áttunda sinn.

Markmiðið með Menntaverðlaunum Háskóla Íslands er að verðlauna framhaldsskólanema sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs auk þess að hafa sýnt eftirtektarverða frammistöðu á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.

Hver framhaldsskóli gat tilnefnt nemendur til Menntaverðlaunanna og að þessu sinni barst Háskóla Íslands 31 tilnefning. Verðlaunin voru gjafabréf í Bóksölu stúdenta að upphæð 20 þúsund krónur, viðurkenningarskjal frá rektor Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. 

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2024 eru:

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir –  Fjölbrautaskóli Suðurlands    
Unnur Björg Ómarsdóttir – Menntaskóli Borgarfjarðar    
Vilborg Líf Eyjólfsdóttir –  Menntaskólinn á Akureyri
Helga Kolbrún Jakobsdóttir  -  Menntaskólinn á Egilsstöðum    
Solveig Amalía Atladóttir – Menntaskólinn á Ísafirði
María Sól Jónsdóttir – Verkmenntaskólinn á Akureyri    
Anna María Lúðvíksdóttir – Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum    
Anna Lára Grétarsdóttir – Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu    
Emilía Guðrún Kolbrúnar Valgarðsdóttir ¬– Menntaskólinn á Ásbrú    
Sara Rosida Guðmundsdóttir – Menntaskólinn að Laugarvatni    
Bjarni Þormar Pálsson – Fjölbrautaskóli Snæfellinga    
Eva Margrét Falsdóttir – Fjölbrautaskóli Suðurnesja    
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir –Fjölbrautaskóli Vesturlands    
Jóel Þór Jóhannesson – Fjölbrautaskóli Vesturlands    
Hreinn Kári Ólafsson – Framhaldsskólinn á Húsavík
Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir – Framhaldsskólinn á Laugum
Atli Steinn Stefánsson – Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Jóhann Grétar Jóhannsson – Háskólabrú Keilis    
Ida Karolina Harris – Kvennaskólinn í Reykjavík    
Ísak Magnússon – Borgarholtsskóli
Theódór Helgi Kristinsson – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Birgitta Ingólfsdóttir – Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Rebekka Sif Rúnarsdóttir – Menntaskólinn í Kópavogi    
Indriði Kárason – Menntaskólinn í Reykjavík    
Svanbjörn Orri Thoroddsen – Menntaskólinn við Hamrahlíð    
Atli Elvarsson – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins    
Hafliði Hafþórsson – Verzlunarskóli Íslands
Birna Sól Guðmundsdóttir – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ    
Arna Maren Jóhannesdóttir – Menntaskólinn við Sund    
Arna Rut Arnarsdóttir – Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Camilla Perpetuini Pétursdóttir – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
 

Handahafar Menntaverðlauna HÍ 2024