Verðlaun fyrir námsárangur
Verðlaun voru veitt til þriggja nemanda í grunnnámi Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands sem hlutu hæstu meðaleinkunn að loknum prófum á 1. ári. Verðlaunahafar komast á forsetalista Viðskiptafræðideildar.
Verðlaunahafar þurfa hafa lokið 30 einingum á hvoru misseri, alls 60 einingum á skólaárinu. Eingöngu námskeið, sem tekin eru í dagskóla, eru gjaldgeng og í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf, sem tekin eru í fyrsta sinn í hverju námskeiði. Einkunnir í sjúkraprófum gilda, en ekki í endurtektarprófum. Ingi Rúnar Eðvarðsson forseti Viðskiptafræðideildar afhenti styrkinn.
Verðlaun fyrir hæstu einkunn í námsskeiðum 1. árs í BS námi voru veitt Katrínu Björk Gunnarsdóttir, Lilju Brandsdóttir og Sigurvini Reynissyni.
Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands veitti styrkinn en hver um sig fékk 100 þúsund krónur í styrk.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.