4. nóvember 2016
Vel heppnaður fyrirlestur Andy Inglis

Viðskiptafræðideild í samstarfi við Iceland Music Export bauð til opins hádegisfyrirlestur með Andy Inglis sem fjallaði um stjórnun í tónlistarbransanum.
Andy hefur starfað sem umboðsmaður fjölda frægra tónlistarmanna, skipulagt tónleikaferðir, stýrt tónlistarhátíðum o.fl.
Hann er þekktur fyrirlesari í tónlistargeiranum og nýlega stofnaði hann mentorakerfi fyrir ungar konur í tónlist.
Andy fór yfir þá þróun sem orðið hefur á tónlistarmarkaðnum frá 2001 til dagsins í dag og fór yfir tækifæri fyrir nýja tónlistarmenn sem eru að koma inn á síbreytilegan markað.
Þátttaka var góð og almenn ánægja var meðal fundargesta sem tóku virkan þátt í umræðum.







