25. mars 2019
Tímarit stjórnmálafræðinema er komið út
Tímarit stjórnmálafræðinema, Íslenska leiðin, kom nýlega út í 18. sinn. Að venju er um að ræða glæsilegt blað sem við hvetjum alla til að kynna sér. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við utanríkisráðherra, hugleiðingar um klukkuna og klukkubreytingar ásamt greinum eftir nemendur við stjórnmálafræðideild. Að auki er stutt könnun þar sem lesendur geta kannað hvaða leiðtoga viðkomandi samsamar sig mest við.