Skip to main content
23. nóvember 2018

Þriðji fundur í fundaröð um eflingu tjáningarfrelsis

""

Góð mæting var á síðasta fundinn í fundaröð um tjáningarfrelsi, sem haldin var í tilefni af starfi nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar- fjölmiðla og upplýsingafrelsis.

Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands flutti fyrirlestur um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna en eitt frumvarpið sem nefnd forsætisráðherra hefur skilað lýtur að því efni. Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur í Dómsmálaráðuneytinu, flutti fyrirlestur um vernd uppljóstrara, en nefnd forsætisráðherra, sem Elísabet á sæti í, vinnur nú að frumvarpi um það efni. Umræður eftir framsögurnar voru líflegar og nutu gestir hádegisverðar. Fundarstjóri var Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.

Fundaröðin var haldin af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Orator, félag laganema, og ELSA Iceland. 
Orator, félag laganema, streymdi öllum þremur viðburðunum á Facebook síðu sinni og hefur mikill fjöldi sýnt því áhuga og nýtt sér það. Hægt er að horfa á upptökur af viðburðunum á sömu síðu.
 

Páll Hreinsson
Páll Þórhallsson
Elísabet Gísladóttir
Pallborðsumræður
Fundagestir