Skip to main content
25. júní 2025

Þjónusturof vegna flutnings vélasalar UTS um helgina

Þjónusturof vegna flutnings vélasalar UTS um helgina - á vefsíðu Háskóla Íslands

Vegna flutnings vélasalar Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands verður hluti af tölvuþjónustu Háskóla Íslands óaðgengileg tímabundið helgina 27.–29. júní.

Þetta hefur áhrif á helstu þjónustur, þar á meðal:

  • Uglu
  • Vefi
  • Greiðslukerfi, þar með talið greiðslu skráningargjalda

Þetta mun ekki hafa áhrif á:

  • Microsoft Office 365
  • Canvas
  • Inspera
  • Netsamband (þó gætu orðið einhverjar truflanir)

Niðritími: Frá föstudegi 27. júní kl. 12:00 til sunnudagsins 29. júní kl. 23:00.

Gert er ráð fyrir að allar þjónustur verði komnar aftur í gagnið í síðasta lagi að morgni mánudagsins 30. júní, þó líklegt sé að flestar verði aðgengilegar fyrr.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum skilninginn á meðan unnið er að mikilvægu innviðaverkefni.

Nemandi í tölvu

Vegna flutnings vélasalar Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands verður hluti af tölvuþjónustu Háskóla Íslands óaðgengileg tímabundið helgina 27.–29. júní. MYND/Kristinn Ingvarsson