Þarfir netsins - grein í Stjórnmál og stjórnsýsla
Örn Daníel Jónsson, prófessor í nýsköpunarfræðum við Viðskiptafræðideild, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild, birtu nýlega grein í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla undir yfirskriftinni „Þarfir netsins“
Í útdrætti segir m.a.: „Sú fallvatnsorka sem seld hefur verið til stóriðju hefur skilað óverulegum hagnaði og fyrirséð er að hún mun ekki skila verulegum hagnaði nema dregið verði úr skuldsetningu raforkufyrirtækjanna.
Söluverðið er þekkt og að hluta til fast. Væntingar um að stóriðja verði leið til að styrkja iðnað í landinu og auka fjölbreytni útflutnings hafa snúist upp í andhverfu sína. Stóriðjugeirinn skapar ekki fjölda starfa og margföldunaráhrifin eru ekki mikil.
Þjóðhagsleg áhrif eru mest á byggingartíma virkjananna. Niðurstaðan er að virkjun fallvatna hefur skilað litlu; orkusölu til fimm fjölþjóða fyrirtækja og óverulegum skatttekjum, utan tímabundins orkuskatts sem nú hefur verið aflagður.“