Skip to main content
31. mars 2025

Taktu á rás með HÍ í Háskólahlaupinu

Háskólahlaupið 2024

Hið árlega Háskólahlaup fer fram miðvikudaginn 2. apríl kl. 15 og er þetta í fjórtánda sinn sem það er haldið með núverandi fyrirkomulagi. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum HÍ og hægt er að velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km. 

Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri.

Þá verður boðið upp á nýja sjö kílómetra hlaupaleið í ár. Hún liggur með fram Suðurgötu, út á Ægisíðu og til baka með fram sjónum og umhverfis Skerjafjörð, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri. 

Skráning í hlaupið hefur verið opnuð en henni lýkur 2. apríl kl. 13. Skráningargjaldið er 3.500 kr. en þátttakendur fá bol merktan Háskólahlaupinu auk þess sem boðið er upp á tímatöku.
 

Háskólahlaupið 2024

Hið árlega Háskólahlaupið fer fram miðvikudaginn 2. apríl kl. 15 og er þetta í fjórtánda sinn sem það er haldið með núverandi fyrirkomulagi.