Skip to main content
13. febrúar 2025

Tækifæri fyrir nemendur HÍ á launaðri starfsþjálfun hjá alþjóðastofnun

""

Háskóli Íslands í samstarfi við Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) auglýsir eftir umsóknum frá nemendum skólans í launaða starfsþjálfun. Frestur til að sækja um starfsþjálfun til Háskóla Íslands vegna tímabilsins 2025-2026 er til og með 17. febrúar 2025.

Starfsþjálfunin er í 12 mánuði frá miðjum september ár hvert. Starfsþjálfunin hjá EPO er opin nemendum Háskóla Íslands sem hafa lokið grunn- eða meistaranámi innan tveggja ára frá dagsetningu umsóknar eða eru skráðir í doktorsnám og hafa góða þekkingu á einu af þremur vinnutungumálum EPO (ensku, þýsku eða frönsku). Ef sótt er um hjá EUIPO gildir það sama nema að þar eru vinnutungumálin fimm (enska, þýska, franska, ítalska eða spænska). Enn fremur þurfa umsækjendur að hafa lokið tilteknum rafrænu námskeiðum sem farið er fram á.

Hjá EPO og EUIPO öðlast nemendur einstaka starfsreynslu hjá alþjóðastofnunum og alhliða fræðslu á hugverkaréttindum. Auk þess fylgja starfsþjálfuninni ýmiss konar fríðindi eins og tungumálanám. Þeir nemendur sem hafa áhuga á að sækja um starfsþjálfunina sækja fyrst um til Háskóla Íslands sem metur hvort viðkomandi uppfylli grunnskilyrði og útnefnir svo tiltekinn fjölda nemenda.

Nánari upplýsingar um starfsþjálfunina og leiðbeiningar um hvernig sótt er um hana er að finna annars staðar á vef HÍ.
 

""