Skip to main content
17. desember 2025

Skrifaði sögu múslima á Íberíuskaga

Skrifaði sögu múslima á Íberíuskaga - á vefsíðu Háskóla Íslands

Komin er út bókin Al-Andalus. Saga múslima á Íberíuskaga eftir Þóri Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. 

Í verkinu fjallar höfundur um viðveru múslima á Spáni og í Portúgal, frá 711 til 1614, út frá sögulegu og menningarlegu sjónarhorni. Sagt er frá uppgangi veldis þeirra, allt frá orrustum við Vestgota, til blómaskeiðs samfélags múslima á Spáni í borgunum Cordoba og Granada, og, að lokum, brottreksturs þeirra frá Spáni á árunum 1609–1614.

Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, er ritstjóri verksins. Bókin er gefin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í samstarfi við Háskólaútgáfuna en útgáfa hennar var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Komin er út bókin Al-Andalus. Saga múslima á Íberíuskaga eftir Þóri Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.