Sjö fá styrk úr Nýliðunarsjóði
Sjö nýdoktorar af öllum fimm fræðasviðum skólans hafa fengið styrki úr Nýliðunarsjóði skólans til spennandi rannsókna á næstu misserum. Nærri hundrað umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni.
Nýdoktorar eru afar mikilvægir öllu rannsóknastarfi við háskóla, ekki síst grunnrannsóknum, en nýdoktor (e. postdoc) er starfsheiti vísindamanns við rannsóknastofnun sem hefur nýlega lokið doktorsprófi en hefur ekki fengið fasta stöðu sem akademískur starfsmaður.
Háskólinn hefur nú í þrjú ár í röð stutt nýdoktora til rannsókna í gegnum Nýliðunarsjóð en markmiðið er í senn að efla nýliðun við skólann og veita ungum rannsakendum markvissan stuðning.
Alls bárust Nýliðunarsjóði 99 umsóknir að þessu sinni, flestar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og Hugvísindasviði. Þær skiptust annars milli sviða sem hér segir:
Fræðasvið | Fjöldi umsókna |
Félagsvísindasvið | 13 |
Heilbrigðisvísindasvið | 17 |
Hugvísindasvið | 29 |
Menntavísindasvið | 5 |
Verkfræði- og náttúruvísindasvið | 35 |
Samtals | 99 |
Um var að ræða margar afar sterkar umsóknir og því hörð samkeppni um styrki að þessu sinni. Mat og forgangsröðun umsókna og úthlutun styrkja var í höndum stjórnar Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands en hún tók mið af þeim kröfum sem fram komu í auglýsingu um styrkina.
Sem fyrr segir var ákveðið að veita sjö styrki að þessu sinni en þeir féllu í skaut eftirtalinna aðila:
Nafn | Heiti | Fræðasvið |
Auður Magndís Auðardóttir | The construction of parenthood: Power relations and respectability in public discourses | Menntavísindasvið |
Dipankar Ghosh | Supramolecular gel based self-drug-delivery systems as antimicrobial and anticancer agent | Verkfræði- og náttúruvísindasvið |
Grace Marie Cesario | Updating the Record: Cultural Traditions of Bird Use in the North Atlantica | Hugvísindasvið |
Haukur Logi Karlsson | Worker welfare in competition law theory | Félagsvísindasvið |
Linda Viðarsdóttir | Functional analysis of Long Noncoding RNAs in Acute Lymphoblastic Leukemia | Heilbrigðisvísindasvið |
Sahar Safarianbana | Adapting a sustainable solution for waste disposal by converting it to energy | Verkfræði- og náttúruvísindasvið |
Sveinn Máni Jóhannesson | Scientific Knowledge, Territoriality and Building the American State, 1870-1920 | Hugvísindasvið |
Háskóli Íslands óskar framangreindum vísindamönnum innilega til hamingju með styrkina og velgengni í störfunum fram undan.