Skip to main content
30. mars 2025

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Kjörfundur vegna rektorskosninga stóð frá kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars til kl. 17.00 fimmtudaginn 27. mars og fór kosning fram með rafrænum hætti. Í framboði voru Magnús Karl Magnússon prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor.

Kjörskrá og kjörsókn

Sama kjörskrá lá til grundvallar í seinni umferð rektorskjörs og í þeirri fyrri. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, þar af 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði greiddu alls 1.543 starfsmenn eða 88,1% á kjörskrá og 5.336 stúdentar eða 41,7% á kjörskrá. Alls greiddu því 6.878 atkvæði og var heildarkosningaþátttaka því 47,3%. Auðir seðlar voru 1,7% af greiddum atkvæðum. 

Kjósendur á kjörskrá, greidd atkvæði og kjörsókn

kjorsokn

    
Úrslit rektorskjörs

Atkvæði starfsfólks vógu 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%. Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda sem hér segir:

kjorskra

Þar sem Silja Bára hlaut 50,7 prósent atkvæða hlýtur hún tilnefningu í embætti rektors. Háskólaráð annast tilnefninguna til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og verður hún til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins fimmtudaginn 3. apríl. Það kemur svo í hlut ráðherra að skipa Silju Báru háskólarektor frá 1. júlí 2025 til 30. júní 2030.  

Silja Bára R. Ómarsdóttir

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld.