Skip to main content
24. mars 2025

Seinni umferð rektorskjörs 26. og 27. mars

aðalbygging

Seinni umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands fer fram 26. og 27. mars þar sem kosið verður á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild.

Þar sem enginn frambjóðenda fékk meirihluta greiddra atkvæða í rektorskjöri 18. og 19. mars þarf samkvæmt reglum Háskóla Íslands að kjósa aftur. Kjörfundur hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars og lýkur fimmtudaginn 27. mars kl. 17.00. Kosningarnar fara fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands.

Sama kjörskrá liggur til grundvallar seinni umferð rektorskjörs. Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Ef kjósandi á í vandræðum með að kjósa af persónulegum eða tæknilegum ástæðum er aðstoð veitt við að kjósa af starfsfólki Upplýsingatæknisviðs HÍ. Það er gert á þjónustuborði á Háskólatorgi frá kl. 9-15 báða kjördaga. 

Þótt sjálfsagt sé og eðlilegt að starfsfólk lýsi stuðningi við einstaka frambjóðendur og taki virkan þátt í umræðum um kosningarnar, vill kjörstjórn, að gefnu tilefni, biðla til starfsfólks og nemenda að nota ekki aðgang að HÍ-tölvupóstföngum eða aðrar upplýsingamiðlunarleiðir sem tengjast starfsemi skólans til að koma á framfæri afstöðu sinna til málefna eða með því að brýna kjósendur til að greiða tilteknum frambjóðanda atkvæði sitt.

Aðalbygging

Seinni umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands fer fram 26. og 27. mars þar sem kosið verður á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. MYND/Kristinn Ingvarsson