Rektorskosning er hafin

Kjörstjórn vegna rektorskjörs sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu að morgni 18. mars:
„Ágætu nemendur og starfsfólk.
Kosningar vegna rektorskjörs eru hafnar og þeim lýkur kl. 17 á morgun. Kosið er rafrænt í gegnum Uglu hér.
Ef kjósandi á í vandræðum með að kjósa af persónulegum eða tæknilegum ástæðum er aðstoð veitt við að kjósa af starfsfólki Upplýsingatæknisviðs HÍ. Það er gert á þjónustuborði á Háskólatorgi frá kl. 9-15 báða kjördaga.
Upplýsingar um hvernig er kosið má nálgast hér: UGLA - Rektorskjör 2025 - Svona kýst þú
Allar beiðnir um tæknilega aðstoð skulu berast í gegnum eftirfarandi hlekk: Tækniaðstoð – Þjónustumiðja“
Rektorskjör við Háskóla Íslands hófst kl. 9 þriðjudaginn 18. mars og lýkur kl. 17 miðvikudaginn 19. mars. MYND/Kristinn Ingvarsson