16. ágúst 2019
Ragnhildur nýr sviðsstjóri starfsmannasviðs HÍ
Ragnhildur Ísaksdóttir hefur tekið við starfi sviðsstjóra starfsmannasviðs Háskóla Íslands. Hún mun leiða mannauðsmál skólans og vinna náið með rektor og öðrum stjórnendum að því að móta vinnustað í fremstu röð.
Ragnhildur hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum og kemur til Háskóla Íslands frá Reykjavíkurborg þar sem hún var starfsmannastjóri. Hún hefur lokið meistaraprófi í mannauðsstjórnun, diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu og BA-prófi í stjórnmálafræði, öllum frá Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands býður Ragnhildi velkomna til starfa.