16. ágúst 2019
Ragnhildur nýr sviðsstjóri starfsmannasviðs HÍ
![""](https://hi.is/sites/default/files/styles/efsta_mynd___fr_ttum/public/bgisla/_kri0740_2xxa_37.jpg?itok=Vjjm1QmR)
Ragnhildur Ísaksdóttir hefur tekið við starfi sviðsstjóra starfsmannasviðs Háskóla Íslands. Hún mun leiða mannauðsmál skólans og vinna náið með rektor og öðrum stjórnendum að því að móta vinnustað í fremstu röð.
Ragnhildur hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum og kemur til Háskóla Íslands frá Reykjavíkurborg þar sem hún var starfsmannastjóri. Hún hefur lokið meistaraprófi í mannauðsstjórnun, diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu og BA-prófi í stjórnmálafræði, öllum frá Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands býður Ragnhildi velkomna til starfa.