Skip to main content
1. nóvember 2018

Ræða ógnir við fjölmiðla og lýðræði á Íslandi

""

Staða fjölmiðlunar á Íslandi og ógnir sem steðja að fjölmiðlum og lýðræðinu verða til umfjöllunar á málþingi sem námsbraut í félagsfræði við Háskóla Íslands, Félagsfræðingafélag Íslands, Kjarninn, Forlagið og Blaðamannafélag Íslands standa saman að föstudaginn 2. nóvember kl. 13-17 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.

Nýlega kom út bókin „Þjáningarfrelsið: Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla“ en í henni er tæpt á mörgu sem snertir fjölmiðlaumhverfið á Íslandi og þá sérstaklega þeim ógnum sem steðja að fjölmiðlum og lýðræðinu. Í haust lagði mennta- og menningarmálaráðherra fram tillögur um fjölmiðla sem miða sérstaklega að aðgerðum í þágu einkarekinna fjölmiðla. Hvort tveggja varð kveikjan að málþinginu en á því munu bæði fræðimenn, fjölmiðlafólk, stjórnmálamenn, fjárfestar og fleiri ræða lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla og ógnir sem að þeim steðja, eins og áhrif nýrrar tækni, upplýsingarmengun, kælingu og þöggun og krefjandi rekstrarumhverfi. 

Málþingið samanstendur af stuttum innleggjum og umræðum í pallborði og er það öllum opið.

Dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni.

""