Ráðstefna um krefjandi aðstæður á suður- og norðurhveli
Dagana 1.-3. apríl 2019 var haldin þverfræðilega ráðstefna í Háskóla Íslands um krefjandi aðstæður á suður- og norðurhveli (Extreme Conditions and Situations) en að ráðstefnunni stendur ICO (International Circumpolar Observatory). Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá Argentínu, Kanada, Finnlandi, Frakklandi auk Íslands. Fjölmörg erindi voru haldin m.a. um hlutverk hundasleða á Grænlandi, hrakfarir krossfara á köldum vetrarslóðum, áhrif loftslagsbreytinga og um kveðskap sem sprettur frá erfiðum náttúrulegum skilyrðum.
Í tilefni ráðstefnunnar veitti ICO Juan Carlos frá Argentínu viðurkenningu fyrir brautryðjendastörf sín á suðurskautinu.
Á myndinni hér að neðan eru Enrique del Acebo Ibanez prófessor við Salvadorháskóla í Buenos Aires og gestakennari í félagsfræði við Háskóla Íslands, Daniel Chartier prófessor við háskólann í Montreal, Augustín Serventi frá háskólanum á Tierra del Fuego eyju við suðurströnd Argentínu, Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við HÍ, Juan og eiginkona hans Maria Carlos, og Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við HÍ.
Auk þeirra tóku þátt í ráðstefnunni frá HÍ, Kristinn Schram dósent í þjóðfræði, Örn Jónsson prófessor í Viðskiptafræðideild, Sumarliði R. Ísleifsson lektor í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ og Hasan Karaklinic doktorsnemi í suður-amerískum fræðum við HÍ. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari HÍ tók myndina.