Opinn fundur um innrásina í Úkraínu
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir opnum fundi um innrás Rússlands í Úkraínu og þær afleiðingar sem innrásin hefur fyrir öryggi í Evrópu. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 2. mars kl. 12-13.15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, en honum verður jafnframt streymt á Facebook-síðu Alþjóðamálastofnunar og vef og Facebook-síðu Háskóla Íslands.
Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá dönsku alþjóðamálastofnuninni (DIIS) með áherslu á Rússland, Úkraínu og Hvíta-Rússland, tekur þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Í pallborði sitja Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði við Háskóla Íslands, Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við sama skóla, Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, doktorsnemi við HÍ, Andrei Menshenin blaðamaður auk Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem tekur einnig þátt í umræðum í gegnum fjarfundarbúnað.
Streymi frá fundinum
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.