Skip to main content
20. september 2024

Nýtt yfirlitsrit um miðaldasögu Íslands

Nýtt yfirlitsrit um miðaldasögu Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komið ritið Medieval Iceland: Politics, Patronage and Power eftir Sverri Jakobsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Útgefandi er bókaforlagið Routledge og birtist það innan ritraðarinnar Studies in Medieval History and Culture.

Í verkinu er veitt almennt yfirlit yfir sögu Íslands á miðöldum, frá landnámi á 9. öld og fram að siðbreytingunni á 16. öld, með sérstakri áherslu á þróun valdastofnana, félagskerfi og menningu. Sjá nánar á vef Routledge.

Sverrir Jakobsson hefur rannsakað pólitíska sögu og heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt fjölda greina og bóka á því sviði. Má þar meðal annars nefna bækurnar Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005), Hákonar sögu í ritröðinni Íslenzk fornrit (2013), Auðnaróðal. Baráttan um Ísland (2016) og bókina Kristur. Saga hugmyndar (2018). Þá hefur hann ritstýrt erlendum ritum um íslenska miðaldasögu, þar á meðal The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017), Sturla Þórðarson (1214-1284) – Skald, Chieftain and Lawman (2017) og The Varangians. In God´s Holt Fire (2020). Sverrir hefur verið forseti Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði frá árinu 2022.

Út er komið ritið Medieval Iceland: Politics, Patronage and Power eftir Sverri Jakobsson, prófessor í sagnfræði við HÍ.