Skip to main content
10. júlí 2024

Nýtt útlit á Vísindavef HÍ

Nýtt útlit á Vísindavef HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þann 8. júlí 2023 var nýtt útlit tekið í notkun á Vísindavef HÍ. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt útlit aðalvefs HÍ að Vísindavefnum og Julian Ehrenstrasser hafði umsjón með allri þeirri forritunarvinnu sem tengist útliti. 

Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Fyrir utan útlitsbreytingar er nú tekin í notkun svonefnd brauðmolaslóð sem gefur notendum kost á að hafa betri yfirsýn yfir staðsetningu sína á vefnum og einfalda fyrir þeim að rekja sig eftir fróðleiknum sem í boði er. Auk þess er betur tryggt að dagsetning svara komi sem víðast og skýrast fram og einnig birtast upplýsingar um það hvenær svari var síðast breytt. Þannig eiga notendur auðveldara með að átta sig á því hversu nýlegar upplýsingarnar eru.

Frekari upplýsingar má nálgast á Vísindafréttum Vísindavefsins. Við hvetjum lesendur að spreyta sig á nýja vefnum og finna svör við spurningum um flest milli himins og jarðar.

**