5. júlí 2017
Nýtt hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál
Út er komið nýtt hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, 1. tölublað 14. árgangs, júní 2017.
Tímaritið er gefið út í samvinnu viðskipta- og hagfræðideilda Háskóla Íslands, viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands.
Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði og í þetta sinn eru birtar fimm ritrýndar greinar eftir ellefu höfunda og ein að auki sem birt verður fyrir 15. júlí.
Í ritstjórn sitja:
- Gylfi Zoega, Ph.D, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
- Auður Arna Arnarsdóttir, Ph.D, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík
- Þórhallur Örn Gudlaugsson, Ph.D, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- og Birgir Þór Runólfsson, Ph.D, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Greinarnar má lesa í opnum aðgangi á vefsetri tímaritsins, http://www.efnahagsmal.is.