Skip to main content
5. júlí 2017

Nýtt hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál

Út er komið nýtt hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál,  1. tölublað 14. árgangs, júní 2017.

Tímaritið er gefið út í samvinnu viðskipta- og hagfræðideilda Háskóla Íslands, viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands.

Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði og í þetta sinn eru birtar fimm ritrýndar greinar eftir ellefu höfunda og ein að auki sem birt verður fyrir 15. júlí.

Í ritstjórn sitja:

  • Gylfi Zoega, Ph.D, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Auður Arna Arnarsdóttir, Ph.D, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík
  • Þórhallur Örn Gudlaugsson, Ph.D, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • og Birgir Þór Runólfsson, Ph.D, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Greinarnar má lesa í opnum aðgangi á vefsetri tímaritsins, http://www.efnahagsmal.is.