Nýr hafréttarsamningur? Líffræðilegur fjölbreytileiki hafsins utan lögsögu ríkja
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er nú unnið að gerð nýs samnings undir hafréttarsamningi S.Þ. um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika hafsins utan lögsögu ríkja (BBNJ). Gert er ráð fyrir að gildissvið samningsins verði mjög rúmt og að hann muni hugsanlega ná til alls lífs á úthafinu og á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu. Fjallað verður um samninginn á málstofunni „Nýr hafréttarsamningur? Líffræðilegur fjölbreytileiki hafsins utan lögsögu ríkja“ sem haldin verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu föstudaginn 22. september 2017 milli kl. 12 og 13.30
Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað svo sem:
• Mun hinn nýi samningur ná til fiskveiða á úthafinu?
• Hvaða reglur munu gilda um nýtingu verðmætra erfðaauðlinda utan lögsögu ríkja?
Eftirfarandi erindi verða flutt í málstofunni:
• Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands: Hvað er BBNJ?
• Matthías G. Pálsson, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, formaður sendinefndar Íslands á fundum undirbúningsnefndar um BBNJ: Staða málsins og áherslur Íslands.
• Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu: Fiskveiðar og BBNJ.
Málstofustjóri er Tómas H. Heiðar. Að loknum fyrirspurnum og umræðum verður boðið upp á léttar veitingar.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.