27. ágúst 2018
Nýnemakynning Lagadeildar
Frábær mæting á nýnemakynningu Lagadeildar þar sem deildarforseti og kennarar kynntu sig og komu með góð ráð. Orator hvatti nemendur til að taka þátt í félagslífinu, ELSA og Feministafélagið kynntu sig. Mentorastarfið kynnt og fóru mentorar í vettvangsferð með sínum nýnemum. Að lokum grillaði Orator fyrir utan Lögberg! Við óskum nýnemum góðs gengis í laganáminu!