Nýir deildarforsetar við Háskóla Íslands
Sex nýir deildarforsetar hafa tekið til starfa við deildir Háskóla Íslands á nýju skólaári, ýmist til lengri eða skemmri tíma.
Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor er nýr deildarforseti Lagadeildar frá 1. september. Hún var einnig deildarforseti árin 2016-2018 og hefur því reynslu af starfinu. Aðalheiður tekur við sem deildarforseti af Eiríki Jónssyni sem hvarf til starfa við Landsrétt. Ása Ólafsdóttir prófessor er áfram varadeildarforseti Lagadeildar.
Birgir Þór Runólfsson dósent tók við starfi forseta Hagfræðideildar nú í haust af Ásgeiri Jónssyni sem ráðinn var í embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands í sumar. Tor Einarsson prófessor verður um leið varaforseti deildarinnar.
Þá hefur Birna Arnbjörnsdóttir prófessor tekið við starfi forseta Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði og Oddný Guðrún Sverrisdóttir er varadeildarforseti. Enn fremur er Ellen Flosadóttir dósent nú deildarforseti Tannlæknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði en hún tók við starfinu af Bjarna Elvari Pjeturssyni sem nú er varadeildarforseti.
Þá leysir Snæbjörn Pálsson Önnu Dóru Sæþórsdóttur af sem deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar í vetur og sama má segja um Ársæll Már Arnarsson sem gegnir starfi forseta Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda í stað Önnu Sigríðar Ólafsdóttur.