Skip to main content
22. febrúar 2017

Með ágætiseinkunn frá Viðskiptafræðideild

Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó.

Alls brautskráðust 43 kandídatar frá Viðskiptafræðideild, þar af 16 úr grunnnámi, 24 úr meistaranámi, 2 með M.Acc.-próf í reikningsskilum og endurskoðun og 1 með MBA-gráðu.

Einn kandídat brautskráðist með ágætiseinkunn, Sunna Ólafsdóttir Wallevik með MBA-gráðu í viðskiptafræði.

Kennarar og starfsfólk Viðskiptafræðideildar óskar öllum kandídötum til hamingju með áfangann og sérstakar óskir fær Sunna fyrir frábæran árangur.
 

Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti Viðskiptafræðideildar og Sunna Ólafsdóttir Wallevik