26. júní 2018
Með ágætiseinkunn frá Hagfræðideild
Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 23. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll.
Hagfræðideild útskrifaði alls 21 kandídata, þar af 6 úr meistaranámi og 15 úr grunnnámi.
Tveir kandídatar brautskráðust með ágætiseinkunn frá deildinni, bæði með BS í Hagfræði. Það voru þau Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir og Magnús Örn Thorlacius.
Kennarar og starfsfólk Hagfræðideildar óska öllum kandídötum til hamingju með áfangann.