Málflutningskeppni Orators félags laganema
Málflutningskeppni Orators félags laganema var haldin laugardaginn 5. mars sl. í dómhúsi Hæstaréttar. Að þessu sinni voru þrjú lið skráð til þátttöku, lið A sem laganemarnir Guðni Friðrik Oddsson, Stefán Snær Stefánsson, Egill Ásbjarnarson og Fjölnir Ólafsson skipuðu, lið B sem laganemarnir Áslaug Benediktsdóttir, Kolbrún Sara Másdóttir, Sigríður Harradóttir og Thelma Christel Kristjánsdóttir skipuðu og lið C sem laganemarnir Erla Ylfa Óskarsdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Linda Íris Emilsdóttir og Silja Rán Arnarsdóttir skipuðu.
Til grundvallar keppninni lá málavaxtalýsing á sviði opinbers starfsmannaréttar. Keppnina dæmdu hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari fyrir hönd Hæstaréttar og Ásgerður Ragnarsdóttir aðjunkt og Ari Karlsson stundakennari fyrir hönd Lagadeildar Háskóla Íslands. Sigurvegarar keppninnar voru liðsmenn liðs A og var Fjölnir Ólafsson valinn málflutningsmaður Orators.