Kosin í stjórn alþjóðalegra samtaka náms- og starfsráðgjafa
Þann 12. ágúst síðastliðinn lauk kosningu í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (International Association for Educational and Vocational Guidance) og var Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor, kosin sem einn af þremur varaforsetum samtakanna. Guðbjörg var tilnefnd af norrænu náms- og starfsráðgjafasamtökunum (NFSY). Kosið er eftir kjörmannakerfi og hlaut Guðbjörg næst flest atkvæði til stjórnar.
IAEVG eru einu alþjóðlegu samtökin á sviði náms- og starfsráðgjafar. Samtökin hafa verið mjög virk frá stofnun þeirra árið 1951 og ná til mjög margra landa. Markmið þeirra er að stuðla að siðferðislega og félagslega réttlátum starfsháttum í náms- og starfsráðgjöf svo að fagleg náms- og starfsráðgjöf verði tiltæk öllum. Í samtökunum eru nú um 25 þúsund félagar frá fimmtíu löndum í sex heimsálfum. Sjá nánar á IAEVG.com.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður í Bratislava 14. september n.k.