Skip to main content
26. mars 2020

Kennarar Viðskiptafræðideildar aðilar að Globe 2020

Ísland er í fyrsta sinn aðili að GLOBE samstarfsverkefninu sem hefur verið við lýði í 20 ár. Þrír kennarar Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, þau Inga Minelgaité, Ingi Rúnar Eðvarðsson og Svala Guðmundsdóttir, eru formlegir aðilar að Globe 2020.  Rannsóknarverkefnið felst í rannsókn á þjóðfélagsmenningu, forystu og starfsemi fyrirtækja víða um heim. Markmiðið með könnuninni sem nú er í gangi er að kynnast betur menningar- og leiðtogavenjum í yfir 100 löndum (sjá http://globeproject.com). Gagnaöflun stendur nú yfir meðal millistjórnenda í fyrirtækjum og félagasamtökum.

Kennararnir þrír sem eru aðilar að Globe 2020; Svala Guðmundsdóttir, Inga Minelgaité og Ingi Rúnar Eðvarðsson.