Skip to main content
16. júní 2020

Ingibjörg hlýtur tvo styrki

Ingibjörg Karlsdóttir, meistaranemi í verkefnastjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hlaut tvo styrki á dögunum úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka með viku millibili. Bæði verkefnin eru rannsóknarverkefni í verkefnastjórnun sem snúa að aukinni skilvirkni í aflameðferð um borð í smábátum.

Verkefnin tvö verða unnin undir handleiðslu Dr. Ingu Minelgaité, dósents og umsjónarmanns náms í verkefnastjórnun á meistarastigi, og verða verkefnin framkvæmd í samstarfi við Íslenska sjávarklasann.

Alls bárust 992 umsóknir fyrir verkefni til Nýsköpunarsjóðs námsmanna og fengu samtals 284 verkefni styrk. Um 230 umsóknir bárust til Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka og fengu samtals 13 verkefni styrk. 
 

Ingibjörg Karlsdóttir.  Mynd/Árni Sæberg.