Hugvísindaþing 2019

Á Hugvísindaþingi 2019 verður boðið upp á um 150 fyrirlestra í 43 málstofum þar sem fjallað verður um rótgróin rannsóknasvið hugvísinda í bland við mál sem brenna á samtímanum. Umhverfi, ofbeldi, samlíðan, konur, kyngervi, almenningur, fjölskyldan, nýlendur, menntun, efnismenning, Kristur, dýrlingar, barokk, harmleikir, þýðingar, myndlist, kvikmyndir, lýðræði, stjórnarskrá, Sturlunga, Sókrates, íslenskan, töfrar og nostalgía. Allt ber þetta á góma á þinginu í ár – og meira til.
Þingið verður sett í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 8. mars kl. 12:00 með ávarpi Guðmundar Hálfdanarsonar, forseta Hugvísindasviðs, og hátíðarfyrirlestri Stephen Greenblatt. Hann er prófessor í bókmenntum við Harvard-háskóla og frumkvöðull nýsöguhyggjunnar og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars bandarísku bókmenntaverðlaunin fyrir óskálduð skrif árið 2011, Pulitzer-verðlaunin árið 2012 og Holberg-verðlaunin árið 2016. Hann flytur erindi sitt á ensku og nefnist það Survival Strategies: Shakespeare and Renaissance Truth-telling.
Hugvísindaþing var fyrst haldið árið 1996 og hefur verið árviss viðburður frá 1999. Þingið er ætlað fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi og er öllum opið.
Verið velkomin!
Stephen Greenblatt, prófessor og Pulitzer-verðlaunahafi, opnar Hugvísindaþing að þessu sinni.