Hrun og endurreisn
Útgáfuráðstefna verður í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu Palgrave Macmillan á bókinni The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area eftir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við Viðskiptafræðideild.
Dagskrá
16:15-16:30 - Ásgeir Jónsson, dósent og deildarforseti Hagfræðideildar HÍ
16:30-16:45 - Hersir Sigurgeirsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ
16:45-17:15 - Pallborðsumræður
• Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og lagalegur ráðgjafi stjórnvalda
í viðbrögðum við falli bankanna og ýmsum eftirmálum þess
• Jónas Fr. Jónsson, héraðsdómslögmaður og fyrrum forstjóri FME
• Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku og fyrrum
varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta
• Kristrún Heimisdóttir, rannsóknafélagi við Columbia Law School í New York
Fundarstjóri
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ
Léttar veitingar að loknum pallborðsumræðum
Allir velkomnir