4. febrúar 2025
HÍ tekur þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana

Háskóli Íslands tekur þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana sem framkvæmd er af fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Næstu tvær vikur verður könnunin send til hluta þeirra er leita til HÍ eftir þjónustu.
Tilgangur þjónustukönnunar ríkisstofnana er að meta ánægju með opinbera þjónustu og auðvelda stofnunum að skipuleggja þjónustuna þannig að hún reynist sem best. Niðurstöðurnar verða birtar á vef stjórnarráðsins.
Sjálfgefið tungumál könnunarinnar ræðst af tungumálastillingum í vafra þátttakenda en hægt er að breyta um tungumál og sjá könnunina á íslensku, ensku eða pólsku.