Skip to main content
18. september 2019

Heiðurssamkoma - Ármann Snævarr 100 ára - bein útsending

Heiðurssamkoma - Ármann Snævarr 100 ára - bein útsending - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hæstiréttur Íslands og Háskóli Íslands, í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni, bjóða til heiðurssamkomu í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Ármanns Snævarr, fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.

Samkoman fer fram í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands miðvikudaginn 18. september 2019 kl. 16.

Streymt verður frá viðburðinum og má fylgjast með streyminu hér að neðan.

Ávörp:

Jón Atli Benediktsson – rektor Háskóla Íslands
Þorgeir Örlygsson – forseti Hæstaréttar Íslands
Ármann Snævarr – dóttursonur

Um áhrif Ármanns Snævarr í íslenskri lögfræði:
Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari – almenn lögfræði
Ragnheiður Bragadóttir prófessor – refsiréttur
Hrefna Friðriksdóttir prófessor – fjölskyldu- og erfðaréttur

Fundarstjóri: Garðar Gíslason, fyrrum hæstaréttardómari

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

"Ármann Snævarr"