Hátt í 30 nýstúdentar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Tuttugu og sex nemendur úr framhaldsskólum víða um land tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við útskriftir úr skólunum í vor. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin voru veitt.
Markmiðið með Menntaverðlaunum Háskóla Íslands er að verðlauna framhaldskólanema sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs auk þess að hafa sýnt eftirtektarverða frammistöðu á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.
Hver framhaldsskóli gat tilnefnt nemanda til Menntaverðlaunanna og að þessu sinni bárust Háskóla Íslands 26 tilnefningar. Verðlaunin voru gjafabréf í Bóksölu stúdenta að upphæð 20 þúsund krónur, viðurkenningarskjal frá rektor Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar.
Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2025 eru:
- Anh Thuy Ta – Tækniskólinn
- Anna Salvör Erlingsdóttir – Menntaskólinn í Kópavogi
- Arna Víf Þorsteinsdóttir – Háskólabrú Keilis
- Arna Þorsteinsdóttir – Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
- Austin Ching Yu Ng – Menntaskólinn í Reykjavík
- Axel Tryggvi Vilbergsson – Framhaldsskólinn á Húsavík
- Ágúst Davíð Steinarsson – Menntaskóli Borgarfjarðar
- Ágústa Vala Viðarsdóttir – Verkmenntaskóli Austurlands
- Árelía Mist Sveinsdóttir – Menntaskólinn við Hamrahlíð
- Árný Eyja Ólafsdóttir – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
- Bergur Fáfnir Bjarnason – Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
- Birna Rún Þórólfsdóttir – Fjölbrautaskóli Vesturlands
- Embla Guðný Jónsdóttir Bachmann – Verzlunarskóli Íslands
- Embla Harðardóttir – Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
- Emma Ýr Friðriksdóttir – Menntaskólinn að Laugarvatni
- Eyrún Una Arnarsdóttir – Kvennaskólinn í Reykjavík
- Heiða Kristín Káradóttir – Borgarholtsskóli
- Hermann Guðmundsson – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
- Huginn Ási Sigurðsson – Framhaldsskólinn á Laugum
- Igor Kabala – Fjölbrautaskóli Suðurnesja
- Ingibjörg Anna Skúladóttir – Menntaskólinn á Ísafirði
- Ísold Ylfa Teitsdóttir – Fjölbrautaskólinn við Ármúla
- Jóhann Ísak Ingimundarson – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
- Matthilda Ósk Ólafsdóttir – Menntaskólinn við Sund
- Sólveig Erla Baldvinsdóttir – Menntaskólinn á Akureyri
- Víkingur Þorri Reykjalín Sigurðsson – Verkmenntaskólinn á Akureyri
Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands árið 2025.