2. nóvember 2016
Hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar

Ágúst Ólafur Ágústsson, aðjunkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. Velta hefur aukist gríðarlega og gróska er mikil í greininni. Þetta kemur fram í fyrirlestri sem hann flutti á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félagsvísindum,sl. föstudag.
Rannsókn Ágústs vakti töluverða athygli fjölmiðla og fjölluðu bæði Vísir og RÚV um rannsóknina og ræddu við Ágúst.

