Skip to main content
3. október 2016

Guðný Gústafsdóttir brautskráist sem doktor

""

Föstudaginn 30.september varði Guðný Gústafsdóttir doktorsritgerð sína "Mediated through the Mainstream: Image(s) of Femininity and Citizenship in Contemporary Iceland 1980-2000" við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Andmælendur voru dr. Karen Ross, prófessor í kynja- og fjölmiðlafræði við Háskólann í Newcastle, og dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. 

Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal, Aðalbyggingu. 

Rannsóknarefni Guðnýjar var ímynd(ir) kvenleika og þegnréttar á Íslandi samtímans 1980-2000. 

Ímynd kvenna á Íslandi samtímans hefur verið samofin kynjajafnrétti. Ímyndin á rætur í 

sögunni og var á síðustu áratugum styrkt með félagslegum athöfnum, svo sem kosningu 

Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980 og framboði Kvennalista til Alþingis. Þegar ímyndin er mátuð við stöðu kvenna kemur í ljós ákveðin mótsögn. Þrátt fyrir framgang kvenna, formlegt kynjajafnrétti, mikla menntun og atvinnuþátttöku, hafa völd og áhrif kvenna í hinu opinbera rými haldist takmörkuð.

Í doktorsritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á þessa mótsögn með því að greina hugmyndir um kvenleika og þann þegnrétt sem þeim fylgdi í orðræðu tímarita sem gefin voru út á tímabilinu 1980-2000. Ímynd hins kvenlega þegns á Íslandi samtímans var greind með hliðsjón af menningarbundnum, pólitískum og hugmyndafræðilegum áhrifavöldum.

Guðný Gústafsdóttir stundaði nám í þýskum nútímabókmenntum, félagsfræði og norrænum bókmenntum við Alberts-Ludwig Universität Freiburg og Freie Universität Berlin í Þýskalandi. 

Hún lauk diploma í rekstrar- og viðskiptafræði 2001 og MA í kynjafræði frá Háskóla Íslands 2009. Synir Guðnýjar eru Elís Mar og Gústaf Berg. 

Guðný Gústafsdóttir ásamt leiðbeinanda sínum Dr. Þorgerði Einarsdóttur, andmælendunum Dr. Karen Ross og Dr. Guðný Guðbjörnsdóttur, og Baldri Þórhallssyni, deildarforseta, sem stjórnaði athöfninni.
""
""
Guðný Gústafsdóttir ásamt leiðbeinanda sínum Dr. Þorgerði Einarsdóttur, andmælendunum Dr. Karen Ross og Dr. Guðný Guðbjörnsdóttur, og Baldri Þórhallssyni, deildarforseta, sem stjórnaði athöfninni.
""
""